S
Thursday, December 28, 2006
 
Það er bara bjart í svona 3 klst. á dag hjá mér því ég sef of mikið, en er samt síþreytt. ég hugsa of mikið og því er lífið farið að stjórnast af hlutunum sem ég hugsa svo mikið um og ég hef ekki fullkomna stjórn á því lengur.

-Feimni er hin hliðin á athyglissýki og hrokafyllni er (á suman hátt) bara dónaskapur.-
 
Monday, December 11, 2006
  Saga Dagsins
Einu sinni var stelpa, hún var skemmtileg og henni þótti gaman að fá pakka.
Einn dag þegar hún kom heim beið hennar lítill miði frá Póstinum, á miðanum stóð nafn hennar og að hennar biði pakki niðri á pósthúsinu! Hún varð svo rosalega glöð þar sem þetta hafði ekki verið hennar besti dagur, hún var þreytt og hafði gengið svakalega illa í prófinu fyrr um morgunin.


Jæja, stelpan leggur af stað út í vindinn til að ná í pakkann við fylgjumst með því þar sem hún berst við vindinn með hárið í augunum loks kemur hún á pósthúsið og þar er 20 manna röð og nú gildir ekkert að svindla sér í einhverja very important people röð nei, svo hún bíður og tíminn líður.

Afgreiðslukona:Já góðan daginn
Stúlka: Góðan daginn! ég er komin til að ná í pakka:):):):D
A: já við skulum sjá hvort það er ekki eitthvað spennandi hér fyrir þig.

Og stelpan beið, þegar afgreiðslukonan kom með pakka handa henni að afgreiðsluborðinu var hún spennt hún þakkaði fyrir og labbaði út.
Leit á pakkann og í pakkanum var BLUEBERRY MUFFIN MIX frá betty crocker sem GLITNIR hafði sent henni í AFMÆLISGJÖF þegar hún varð 18ÁRA!!!!!!!!!!!

stelpan heitir sara og er núna á bókasafninu enn, já enn að hlæja að þessu.
og já hún ætlar aldrei aftur að verða spennt yfir pakkapósti.
og hún ákvað að hafa söguna í nútíð, þátíð og tala um sig í þriðjupersónu.
 
Wednesday, December 06, 2006
 
ég er rosalega stressuð með bauga og ogeðslega þreytt eftir enn eina andvaka nótt!
 
 
ég er rosalega stressuð með bauga og ogeðslega þreytt eftir enn eina andvaka nótt!
 

Name:
Location: Reykjavík, Iceland

ís

Archives
October 2006 / November 2006 / December 2006 / February 2007 / March 2007 / April 2007 / May 2007 / June 2007 / July 2007 / August 2007 / September 2007 / October 2007 / November 2007 / December 2007 / January 2008 / February 2008 /


Powered by Blogger

Subscribe to
Posts [Atom]