S
Monday, December 11, 2006
  Saga Dagsins
Einu sinni var stelpa, hún var skemmtileg og henni þótti gaman að fá pakka.
Einn dag þegar hún kom heim beið hennar lítill miði frá Póstinum, á miðanum stóð nafn hennar og að hennar biði pakki niðri á pósthúsinu! Hún varð svo rosalega glöð þar sem þetta hafði ekki verið hennar besti dagur, hún var þreytt og hafði gengið svakalega illa í prófinu fyrr um morgunin.


Jæja, stelpan leggur af stað út í vindinn til að ná í pakkann við fylgjumst með því þar sem hún berst við vindinn með hárið í augunum loks kemur hún á pósthúsið og þar er 20 manna röð og nú gildir ekkert að svindla sér í einhverja very important people röð nei, svo hún bíður og tíminn líður.

Afgreiðslukona:Já góðan daginn
Stúlka: Góðan daginn! ég er komin til að ná í pakka:):):):D
A: já við skulum sjá hvort það er ekki eitthvað spennandi hér fyrir þig.

Og stelpan beið, þegar afgreiðslukonan kom með pakka handa henni að afgreiðsluborðinu var hún spennt hún þakkaði fyrir og labbaði út.
Leit á pakkann og í pakkanum var BLUEBERRY MUFFIN MIX frá betty crocker sem GLITNIR hafði sent henni í AFMÆLISGJÖF þegar hún varð 18ÁRA!!!!!!!!!!!

stelpan heitir sara og er núna á bókasafninu enn, já enn að hlæja að þessu.
og já hún ætlar aldrei aftur að verða spennt yfir pakkapósti.
og hún ákvað að hafa söguna í nútíð, þátíð og tala um sig í þriðjupersónu.
 
Comments:
híhí
that's one funny story.
Ég fékk chocolate chip cookie mix í afmælisgjöf frá Glitni.
þeir eru svo góðir þessir viðskiptajöfrar. ég ætla að vera bankastjóri þegar ég er orðin stór og fókusera á svona gjöfum til að senda ungum sem og gömlum kúnnum.´
luv
olfí
 
hahahah!

skemmtileg saga :)
 
hahaha!

en gaman að fá afmælisgjöf frá bankanum sínum! En þú heppin, það hlýtur að hafa gert daginn þinn ;)

kv. Pollíanna
 
ú lalla lalla I love you darling! úllalla la la love me to night!
 
hey ég fékk ekki afmælisgjöf frá bankanum mínum.. svindl
 
já rósa! það er það sem er svo fyndið ég er ekki einu sinnihjá Glitni, minn banki er Kb banki!
og samt fekk eg bara eitthvað gjöf fra glitni..
 
snilllld
kb banki er ömurlegur
er að pæla í að skipta yfir í glitni
en þeir gefa manni örugglega ekki eitthvað a hverju einasta ári
kannski að gjöfin stækki með árinu?
þegar þú verður 19 þá færðu köku KREM
mmm
 
já mér finnst glitnir samt bara vera sleikjur.ef þú vilt að einhver komi yfir i þinn banka þá áttu frekar bara að gleðja manneskjuna með því að leggja inná hana 5000 eða eitthvað álika. slepptu þvi að gefa henni betty crocker mix
 
Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]





<< Home

Name:
Location: Reykjavík, Iceland

ís

Archives
October 2006 / November 2006 / December 2006 / February 2007 / March 2007 / April 2007 / May 2007 / June 2007 / July 2007 / August 2007 / September 2007 / October 2007 / November 2007 / December 2007 / January 2008 / February 2008 /


Powered by Blogger

Subscribe to
Posts [Atom]